Fylgstu með okkur á Facebook

Galdraveiðin

 • Hvað man það undra
 • er eg úti sék
 • þrúðgan þrætudraug
 • um þveran dal
 • skyndilega
 • skýi ríða?
 •  
 • Svartir ro möskvar,
 • sígur með hálsi fram
 • slunginn þrætuþinur,
 • sék á dufli
 • dökkum stöfum
 • E.T. illa merkt.
 •  
 • Ertu afi
 • endurborinn
 • og ferðu kvikur að kynngi?
 • Illar stjörnur
 • veit eg yfir þig
 • ganga grimmlega úr ginu.
 •  
 • Hættu, hættu
 • áður að hálsi þér
 • sjálfum verði snara snúin;
 • því sá var fanginn
 • er und fossi hljóp
 • lax inn lævísi.
Samið árið 1828.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn