Fylgstu með okkur á Facebook

Guðrún Stephensen

 • Bláa vegu
 • brosfögur sól
 • gengur glöðu skini.
 • Sérattu söknuð
 • og sorga fjöld
 • þeirra á landi lifa?
 •  
 • Gróa grös
 • við geisla þína
 • liðinna leiðum á –
 • en þú brosir
 • og burtu snýr;
 • kvöldgustar kula.
 •  
 • Svo frá heimi
 • til himinsala
 • frelstar sálir fara;
 • sýta syrgjendur
 • sóllausa daga
 • angurgusti í.
 •  
 • Hvör er hinn grátni
 • sem að grafarbeð
 • beygðu höfði bíður?
 • elskað lík
 • undir köldum leir
 • hvílir feti framar.
 •  
 • Styðst harmþrunginn
 • höfðingi,
 • Stephensen, að steini –
 • framliðna frú,
 • föðurlands prýði,
 • syrgir svo mælandi:
 •  
 • „Sáran lét guð mig
 • söknuð reyna!
 • verði hans vísdóms
 • vilji á mér!
 • Syrtir í heimi,
 • sorg býr á jörðu,
 • ljós á himni,
 • lifir þar mín von.
 •  
 • Hvar skal eg léttis
 • í heimi leita?
 • hvar skal eg trega
 • tár of fella?
 • Bíða vil eg glaður
 • uns brotnar fjötur
 • líkams, og laus
 • líð eg eftir þér.“
 •  
 • Ó, þú máttur
 • og mikla von,
 • er þá öflgu styður!
 • Hjörtun hefjast,
 • þá hetju sjá
 • standa eina í stríði.
Samið árið 1832.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I). [Fyrirsögn: „Við dauða frú Conferenceráðinnu G. Stephensen“].
Frumprentun í: „Grafminníngar og Erfiljód eptir ýmislegt merkisfólk“. Viðey 1842.
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Eftir frú Guðrúnu Stephensen í Viðey“].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn