Fylgstu með okkur á Facebook

Hallgrímur veslingur

 • Halli vesli, heyrðu mér,
 • hér er ég með busa,
 • og ætla’ að sníða eyra af þér,
 • eins og Malakusa.
 •  
 • Holur lækur grefur gróf,
 • grynnist flæður hafin,
 • veit ég öngan verri þjóf
 • en Vesling bólugrafinn.
 •  
 • Þegar hangir Hallgrímur,
 • hrafnar snauðir skoppa:
 • „heimskur búkur, hangdu kjur“
 • og hætta’ í þig að kroppa.
 •  
 • Uppgangsfífl sem áður var,
 • allt í flærð og prettum,
 • heimskur búkur hangir þar
 • hrafna gæddur slettum.
Samið á árunum 1844-1845.
Eiginhandarrit er varðveitt á Landsbókasafni (ÍB 13 fol. Handritasafn Bókmenntafélagsins).
Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira). Rvík 1929. [Heildarútgáfa á verkum Jónasar í umsjón Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar í 5 bindum sem kom út í Rvík á árunum 1929-37].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn