Fylgstu með okkur á Facebook

Hér er landið frjótt og frítt

 • Hér er landið frjótt og frítt,
 • fjallagrösin efst á tindi,
 • bogin stráin blakta í vindi,
 • fjóla í hvammi brosir blítt.
 •  
 • Úti fyrir eyjar grænar,
 • urgar brim í skerjaþröng,
 • horfa yfir hvalagöng
 • útigengnar ærnar vænar.
 •  
 • Þar er bæði frjótt og frítt,
 • feitir selir gá til strandar,
 • hverfa í kaf ef hvuti andar,
 • þar á æður hreiður hlýtt.

Prentað í: Lögberg (Winnipeg, 1912).

Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn