Fylgstu með okkur á Facebook

Hér sé friður! með heilsu þín

 • „Hér sé friður! með heilsu þín,
 • hvurnig gengur?“ „O! eg held verr –
 • höfuðverkur og hóstapín
 • hafa svo dregið kraft úr mér.“
 •  
 • „O jæja – og það er heldur hart
 • hvurnig útreið að Tyrkinn fær,
 • það er mannhatur mestan part,
 • mikið er Rússans grimmd frábær.“
 •  
 • „Svo get eg ekki sofið vel,
 • svíður brjóstið ef hræra skal.“
 • „Ja so? og víst mun Emanúel
 • ofan á verða í Portúgal.“
Samið árið 1829.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II). Eiginhandarritið er á sama miða og Borgavísa og er kvæðið fyrirsagnarlaust.
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Læknirinn“].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn