Fylgstu með okkur á Facebook

Hví skyldi ég ei vakna við

 • Hví skyldi ég ei vakna við
 • og verki tömu sinna –
 • veit eg að stuttri stundarbið
 • stefin mín öngvir finna –
 • en fyrst þú gast svo góðs til mín,
 • get eg þá nema minnst til þín,
 • ættprýði mín og minna!
 •  
 • Man eg þú nefndir máttarbaðm
 • mætan, er geði ljúfu
 • þegar hún hvarf í föðurfaðm
 • flugmóða varði dúfu;
 • hann hefir blessað barnið sitt,
 • blómin þín skrýða landið mitt
 • þegar ég bý í þúfu.
Samið árið 1844.
Eiginhandarrit sem er fyrirsagnarlaust er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Brot“].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn