Fylgstu með okkur á Facebook

Iðrunarvísur til Gísla Ísleifssonar

 • 1.
 • Eg á bágt,
 • mér er ami allt um kring,
 • innra lágt
 • einhver hulin tilfinning
 • angrar mig,
 • samt er það ei samviskan
 • að eg þig
 • eitthvað hafi móðgaðan.
 •  
 • 2.
 • Gísli minn,
 • get eg hafa gjört þér mót,
 • ó! minn vin,
 • eg vil gjöra yfirbót,
 • en fyrir hvað?
 • Æ! æ. að er örðugast
 • að vita það,
 • eg verð því að uppfræðast.
 •  
 • 3.
 • Besti vin!
 • sem eg elska eins og mig,
 • stundin hin
 • æ! hún var svo yndislig
 • þegar mér
 • sáttur brostir brjóstið við
 • og eg þér
 • eitthvað sagði gamanið.
 •  
 • 4.
 • Ef að mér
 • eitthvað félli mótdrægt til
 • en eg þér
 • allt saman það segja vil,
 • einmitt þá
 • á mér það eg sjálfur finn,
 • einmitt þá
 • aftur manstu’ hann Jónas þinn.

Kvæðið birtist fyrst prentað í heild í :Jónas Hallgrímsson: Ljóð og lausamál. Ritstjórar Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Rvík 1989.

Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn