Fylgstu með okkur á Facebook

Sunnudaginn 25. nóvember, 2007 - Aðsent efni
Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir


Jónas Hallgrímsson


1807-2007

Jónas Hallgrímsson, skáld.


Jónas Hallgrímsson, skáld.


Til Jónasar Sæll vertu frændi frægð þinni fjarri smávinum fögrum foldarskarti Lifandi leiður liðinn ljúfur við ódauðleika alþjóð daðrar Mig langar að minnast í fáum orðum fátæka gáfumannsins að norðan.Til Jónasar  

Sæll vertu frændi
frægð þinni fjarri
smávinum fögrum
foldarskarti
Lifandi leiður
liðinn ljúfur
við ódauðleika
alþjóð daðrar

Mig langar að minnast í fáum orðum fátæka gáfumannsins að norðan. Jónas Hallgrímsson var einstökum gáfum gæddur, fjölhæfur til hugar og handar. Á stuttri ævi vannst honum tími til að skila þjóð sinni ómetanlegum þjóðararfi þrátt fyrir kröpp kjör. Jónas unni landi og tungu og féll því vel inn í andrúmsloft róttækra menningarstrauma í Kaupmannahöfn í byrjun 19. aldar. Með ljóðum sínum hvatti Jónas fátæka þjóð til dáða með tilvísun í það eina sem alþýða manna þekkti jafnvel og lófa sína: náttúru landsins og frelsisþrá. Jónas sá náttúruna með augum vísindamannsins og fagurkerans, sá hið smáa og fagra í heildarmyndinni allri. Af mörgu má ráða að Jónas hafi verið dulur maður. Sem barn síns tíma ber hann ekki tilfinningar sínar á torg. Hvorki ljóð Jónasar, dagbækur eða bréf láta margt uppi um hans einkahagi. Setji maður sig þó í spor hans hlýtur maður að ætla að þar hafi farið maður með sára lífsreynslu sem markar djúp spor á vegferð hans gegnum lífið. Í mínum augum er hann maður sem ber sorgarblett á sálinni, blett sem reifaður er dulúð og myrkri og hljótt er um þegar líf og verk eru skoðuð. Þessi sorgarblettur er fátæktin sem íslensk þjóð vill á hverjum tíma láta sem ekki sé til. En þannig verða kraftaverkin oft til, uppspretta ódauðleikans oftar en ekki í neyðinni. Á 200 ára fæðingarafmæli þjóðskáldsins er við hæfi að minnast alþýðu Íslands sem fyrr á öldum barðist fyrir tilvist sinni og þáði að láni andagift og kraft frá manni sem skynjaði sorg fólks og þrá í eigin brjósti. Á þessum tímamótum er vert að staldra við, þakka Jónasi Hallgrímssyni og blessa verk hans, hætta að daðra við ódauðleikann.


Höfundur er kennari.

Til fróðleiks
  • Jónas Hallgrímsson og stjörnufræðin
  • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
  • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
  • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
  • Enn finnast bréf Jónasar
  • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
  • Jarðeldasaga Íslands
  • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn