Fylgstu með okkur á Facebook
Fimmtudaginn 15. nóvember, 2007 - Bókmenntir

Jónas í þremur sölum

 

Ferðalok Miði með rithönd Jónasar Hallgrímssonar er til sýnis ásamt öðrum munum hans í Þjóðmenningarhúsinu.
Ferðalok Miði með rithönd Jónasar Hallgrímssonar er til sýnis ásamt öðrum munum hans í Þjóðmenningarhúsinu.
SÝNINGIN Ferðalok – um manninn, skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson – verður opnuð formlega í Þjóðmenningarhúsinu í dag kl. 17. Sýningin er sú þriðja í röð sýninga sem nefnd um 200 ára afmæli Jónasar setur upp á afmælisárinu.

SÝNINGIN Ferðalok – um manninn, skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson – verður opnuð formlega í Þjóðmenningarhúsinu í dag kl. 17.

Sýningin er sú þriðja í röð sýninga sem nefnd um 200 ára afmæli Jónasar setur upp á afmælisárinu. Fyrsta sýningin var opnuð í Amtsbókasafninu á Akureyri í mars og önnur var á Norðurbryggju, menningarhúsi Íslands, Grænlands og Færeyja, í Kaupmannahöfn frá ágúst til október.

„Þótt hér sé um farandsýningu að ræða hafa þær verið hver með sínu móti og áherslur ólíkar. Á Akureyri var minnt á tengslin við Norðurland og áhersla var á bækur og ljóð, en í Danmörku var talsverð áhersla lögð á náttúrufræðinginn Jónas, danska samstarfsmenn hans og náttúru Íslands,“ segir sýningarstjórinn, Björn G. Björnsson.

„Sýningin í Þjóðmenningarhúsinu skiptist í þrjá sali, fjallað er um manninn í einum, skáldið í öðrum og náttúruvísindin í þeim þriðja.

Til sýnis er mikið af frumgögnum sem til eru eftir Jónas og um hann. M.a eru eiginhandrit hans af ljóðum, teikningar eftir hann og náttúrugripir sem hann safnaði.“

Margt af því sem sjá má í Þjóðmenningarhúsinu hefur ekki komið fyrir almenningssjónir áður t.d. þrjátíu steinasýni úr Geologisk Museum í Kaupmannahöfn, með litlum handskrifuðum merkimiðum Jónasar. Einnig er talsvert af skjölum frá Japetusi Steenstrup sem var vinur og samverkamaður Jónasar um tíma. Handrit, teikningar og önnur gögn frá ferðum hans og Jónasar um Ísland eru nú til sýnis í fyrsta sinn hér á landi, en það er Zoologisk Museum sem lánar gögnin hingað.

Einnig eru til sýnis fjórar teikningar sem Helgi Sigurðsson læknanemi dró upp af Jónasi látnum.

Ferðalok er opin alla daga frá kl. 11 til 17 og stendur fram til júní 2008.

Til fróðleiks
  • Jónas Hallgrímsson og stjörnufræðin
  • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
  • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
  • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
  • Enn finnast bréf Jónasar
  • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
  • Jarðeldasaga Íslands
  • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn