Fylgstu með okkur á Facebook

Jónas Tómasson

 • Horfin er enn,
 • er unni’ eg mest
 • ættar von
 • úr alda heimi;
 • ennið ásthreina,
 • augun bláu,
 • brjóstið barnglaða
 • byrgt undir fjöl.
 •  
 • Gott hugði’ eg til
 • af guði senda
 • ylinn að ala,
 • ást að festa. –
 • Ættjörðu skyldi
 • ungur renna
 • kvistur af stofni
 • fyri krepptan reyr.
 •  
 • Gott hugði’ eg til
 • af guði senda
 • neistann að glæða
 • námsölum í. –
 • Ungur skyldi,
 • þau hinn eldri nam,
 • fræðin fegurstu
 • framar styðja.
 •  
 • Réði sá er ræður
 • rökum alda,
 • ástríkur faðir
 • alls vitandi.
 • Því skal traustri trú
 • trega binda,
 • frænda sviptur
 • framar þreyta.
Samið árið 1838.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Skírnir, 1839. [Aðgengilegt á Veraldarvefnum: HYPERLINK "http://www.timarit.is" www.timarit.is ].
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn