Fylgstu með okkur á Facebook
Mánudaginn 19. nóvember, 2007 - Innlendar fréttir

Jónasar minnst á Flúðum

 

Afmæli Jónasar Vörðukórinn, kór fólks í uppsveitum Árnessýslu, kom fram á söngskemmtuninni.
Afmæli Jónasar Vörðukórinn, kór fólks í uppsveitum Árnessýslu, kom fram á söngskemmtuninni.
Blágrýti Jónasarljóð að hætti nemendanna.
[ Smelltu til að sjá stærri mynd ]
Flúðir | Þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar var minnst alla síðustu viku hjá börnunum í Flúðaskóla, en 16. nóvember síðastliðinn voru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar.

Flúðir | Þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar var minnst alla síðustu viku hjá börnunum í Flúðaskóla, en 16. nóvember síðastliðinn voru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar.

Börnin settu upp teikningar og sungu, bæði fyrir eldri borgara, leikskólabörn og starfsmenn fyrirtækja. Þá náðu þau í blágrýti úr stuðlabergsnámu í Hólahnjúkum, prentuðu út ljóð eftir Jónas og lökkuðu yfir grjótið. Þetta gerðu börnin við yfir 20 steina.

Að kvöldi 16. nóvember hélt Vörðukórinn, kór fólks í uppsveitum Árnessýslu, söngskemmtun. Kórinn söng undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur en undirleikari var Stefán Þorleifsson. Einsöng sungu Haukur Haraldsson og Helga Guðlaugsdóttir. Þá sungu átta söngbræður úr Ásahreppi í Rangárvallasýslu nokkur lög, Bjarni Harðarson alþingismaður fjallaði um þjóðskáldið í fortíð og nútíð og Halla Guðmundsdóttir las upp úr verkum Jónasar. Ennfremur voru bornir fram þjóðlegir smáréttir.

Til fróðleiks
  • Jónas Hallgrímsson og stjörnufræðin
  • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
  • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
  • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
  • Enn finnast bréf Jónasar
  • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
  • Jarðeldasaga Íslands
  • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn