Fylgstu með okkur á Facebook
Þriðjudaginn 20. nóvember, 2007 - Bókmenntir
Bókmenntir

Jónasar minnst í TMM

 

Fjórða og síðasta hefti TMM 2007.
Fjórða og síðasta hefti TMM 2007.
ENN er Jónasar Hallgrímssonar minnst í fjórða og síðasta Tímariti Máls og menningar á þessu ári. Í fyrsta hefti ársins var viðtal við Dick Ringler, sem helst hefur haldið uppi orðstír skáldsins á alþjóðavísu með þýðingum sínum og glæsilegri heimasíðu.

ENN er Jónasar Hallgrímssonar minnst í fjórða og síðasta Tímariti Máls og menningar á þessu ári. Í fyrsta hefti ársins var viðtal við Dick Ringler, sem helst hefur haldið uppi orðstír skáldsins á alþjóðavísu með þýðingum sínum og glæsilegri heimasíðu. Í nýja heftinu er grein þar sem Ringler fer ofan í saumana á hinni sívinsælu Dalvísu og rekur með samanburði og margvíslegum rökum snilld þess kvæðis sem okkur finnst svo einfalt. Tímaritið má finna í flestum betri bókabúðum en einnig er hægt að panta áskrift á netfangið silja.adal@simnet.is.
Til fróðleiks
  • Jónas Hallgrímsson og stjörnufræðin
  • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
  • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
  • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
  • Enn finnast bréf Jónasar
  • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
  • Jarðeldasaga Íslands
  • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn