Fylgstu með okkur á Facebook

Kærðu þig ekki neitt um neitt

 • Kærðu þig ekki neitt um neitt,
 • þó nú sé farið að verða heitt,
 • brenndu mig upp til agna
 • . . .
 •  
 • Augun raunar eru þín,
 • upplitsbjarta stúlkan mín,
 • hitagler, ef hlýna;
 • sólargeislum innan að,
 • eg er búinn að reyna það,
 • safna þau, svo brímabað
 • brennir vini þína.
Samið árið 1844.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun síðara erindisins í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Augun“].
Prentað í: Ljóðmæli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson. Gefin út af Hinu íslenzka bókmenntafjelagi. Khöfn 1883.
Síðara erindið prentað í: Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson hafa séð um útgáfuna. Rvík 1913.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn