Fylgstu með okkur á Facebook

Lán, er vilt ei láta mér

(Heinrich Heine)
 • Lán, er vilt ei láta mér,
 • leikinn vil eg skakka þér;
 • gríp eg þig með hörðum höndum,
 • hertek þig og reyri böndum.
 •  
 • Fella skal eg ok þig á,
 • erja og sveitast skaltu þá,
 • loks úr mæddri mundu fellur
 • mækir þér – en und mér svellur.
 •  
 • Blóðrás döpur mæðir mig,
 • mitt á köldum banastig
 • hlýtur að slokkna lífið ljósa,
 • læst eg í því eg sigri hrósa.
Þýtt á árunum 1844-1845.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn