Fylgstu með okkur á Facebook

Líkur sínum

 • Allt hefi ég af öfum mínum,
 • illt er að vera líkur sínum,
 • annar kvað og annar saup;
 • ég á að heita barnið beggja;
 • búinn að stökka hvoru tveggja
 • grárra manna Grettishlaup.
 •  
 • Ólukkinn skal yrkja lengur,
 • enginn til þess finnur drengur,
 • og þó miklu minnur fljóð;
 • ólukkinn skal oftar súpa,
 • eg er fótaloðin rjúpa;
 • plokki þér mig nú, Gunna góð!
Samið árið 1844.
Þrjú eiginhandarrit til af fyrra erindinu en aðeins eitt af kvæðinu öllu. Fyrra erindið er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II) og á Landsbókasafni (ÍB 13 fol. Handritasafn Bókmenntafélagsins). Endanleg gerð kvæðisins er aftar í heftinu á Landsbókasafni (ÍB 13 fol.).
Frumprentun í: Ljóðmæli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson. Gefin út af Hinu íslenzka bókmenntafjelagi. Khöfn 1883.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn