Fylgstu með okkur á Facebook

Ljós er alls upphaf

(Ludwig Feuerbach)
 • Ljós er alls upphaf,
 • Ekkert er bjart,
 • ljóstær er þeirra
 • lífs uppspretta;
 • upphaf er Ekkert,
 • Ekkert er nótt,
 • því brennur nótt
 • í björtum ljóma.
 •  
 • Ó, mikli guð!
 • ó, megn hörmunga!
 • Ekkert að ending,
 • eilífur dauði;
 • sálin mín blíða,
 • berðu hraustlega
 • - sárt þótt sýnist –
 • sanninda ok.
 •  
 • Eilífð á undan,
 • og eftir söm,
 • orðin að engu
 • og Ósjálfur!
 • Það getur þér augu
 • þvegið hrein,
 • ljós veitt og lá –
 • og litu góða.
Þýtt árið 1845.
Eiginhandarrit sem er fyrirsagnarlaust er varðveitt á Landsbókasafni (ÍB 13 fol. Handritasafn Bókmenntafélagsins).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Brot“]
Einnig prentað í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira). Rvík 1929. [Heildarútgáfa á verkum Jónasar í umsjón Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar í 5 bindum sem kom út í Rvík á árunum 1929-37].
[Fyrirsögn: „Nihilismi“].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn