Fylgstu með okkur á Facebook

Maren Havsteen

 • Leiði minnar móður,
 • mold grær holdi kæru,
 • andi sæll með öndum
 • unir, sæt tár væta.
 • Blessi jörð, en verðum
 • vinnu dýrri sinna,
 • hæstur guð, sem mesta
 • hylur von góðs sonar.
 •  
 • Sem þá á vori sunna hlý
 • sólgeislum lauka nærir
 • og fífilkolli innan í
 • óvöknuð blöðin hrærir;
 • svo vermir fögur minning manns
 • margt eitt smáblóm um sveitir lands,
 • frjóvgar og blessun færir.
Tvö eiginhandarrit eru til sem bæði eru varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn fyrra erindi: „Móðurmissir“, síðara erindi: „Eftir Maren Havsteen“].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn