Fylgstu með okkur á Facebook

Márinn forvitni

(Heinrich Heine)
 • Márinn hann vita vildi hvað
 • af vörum fögrum streymir þér,
 • þig er hann sér á þessum stað
 • þrýsta þeim fast á eyra mér.
 •  
 • Márinn flögrar við fjöruborð,
 • forvitinn spyr hið ljósa kvöld:
 • „mundu það vera eintóm orð
 • eða brennandi kossafjöld?“
 •  
 • Síst veit nú kæra sálin mín
 • hvað svo mér friðar hug og geð;
 • orðin kossunum eru þín
 • svo undarlega vafin með.
Þýtt á árunum 1844-1845.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn