Fylgstu með okkur á Facebook

Mér finnst það vera fólskugys

 • Mér finnst það vera fólskugys
 • að fara niður til helvítis
 • og eyða aldri sínum
 • innan um brennu illan geim
 • ólíkan drottins sólarheim,
 • svo hrollir huga mínum.
 •  
 • Skötubarðvængjuð fjandafjöld
 • flaksast þar gegnum eilíft kvöld,
 • glórir í glóðir rauðar,
 • þar er ei nema eldur og ís,
 • allt í helvíti brennur og frýs,
 • Satan og sálir dauðar.
Samið árið 1845.
Eiginhandarrit sem er fyrirsagnarlaust er varðveitt á Landsbókasafni (ÍB 13 fol. Handritasafn Bókmenntafélagsins).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Helvíti“].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn