Fylgstu með okkur á Facebook

Meyjargrátur

(Friedrich Schiller)
 • dunar í trjálundi, dimm þjóta ský,
 • döpur situr smámeyja hvamminum í;
 • bylgjurnar skella svo ótt, svo ótt,
 • öndinni varpar á koldimmri nótt
 • brjóstið af grátekka bifað.
 •  
 • „heimur er tómur og hjartað er dautt,
 • helstirnað brjóstið og löngunarsnautt.
 • heilaga! kalla mig héðan í frá,
 • hef eg þess notið sem jarðlífið á,
 • því eg hefi elskað og lifað.“
 •  
 • „tárin að ónýtu falla á fold,
 • fá hann ei vakið er sefur í mold;
 • segðu hvað hjartanu huggunar fær
 • horfinnar ástar er söknuður slær;
 • guðsmóðir vill þér það veita.“
 •  
 • „tárin að ónýtu falli á fold,
 • fái’ hann ei vakið er sefur í mold.
 • mjúkasta hjartanu hugganin er
 • horfinnar ástar er söknuður sker
 • á harminum hjartað að þreyta.“
Þýtt árið 1836.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentanir í tveimur gerðum: Í Fjölni 6. ár, 1843 og í sögunni „Grasaferð“ í Fjölni 9. ár, 1847.
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn