Fylgstu með okkur á Facebook

Meyjarhjarta

 • Yndisbesta elskan mín,
 • ástum festa baugalín!
 • Hjartað góða þekki’ eg þitt,
 • það er ljóðaefnið mitt.
 •  
 • Það er hreint sem bregði blund
 • blómstur seint um morgunstund,
 • djúpt sem hafið heims um hring
 • heitri kafið tilfinning.
 •  
 • Það er gott, sem gaf það þér
 • guð, og vottinn hans það ber;
 • öngvum skugga á það slær,
 • auma huggað best það fær.
 •  
 • Það er hlýtt af ástaryl,
 • öllum blítt og mest í vil;
 • logann ól það elskunnar
 • undir skjóli miskunnar.
 •  
 • Það í heima horfir tvo,
 • huganum sveima leyfir svo;
 • það er gefið og þó sig á
 • . . .
Samið árið 1842.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson hafa séð um útgáfuna. Rvík 1913. [Fyrirsögn: „Rímnastælingar“].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn