Fylgstu með okkur á Facebook
Mánudaginn 26. nóvember, 2007 - Innlendar fréttir
 
Afkomendur systkina Jónasar Hallgrímssonar hittust um helgina
Minntust Jónasar og systkina

 

[ Smelltu til að sjá stærri mynd ]
Í TILEFNI af því að í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar ákváðu afkomendur systkina skáldsins að hittast og minnast systkinanna auk þess að hitta í leiðinni skyldmenni.

Í TILEFNI af því að í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar ákváðu afkomendur systkina skáldsins að hittast og minnast systkinanna auk þess að hitta í leiðinni skyldmenni. Á þriðja hundrað manns sóttu samkomuna og í ráði er að taka saman ættarsögu.

Jónas átti þrjú systkin, þau Þorstein, Rannveigu og Önnu Margréti. Afkomendur eru aðeins frá tveimur þeirra, Þorsteini og Rannveigu.

Fjölbreytt dagskrá

Samkoma ættarinnar fór fram í sal Kennaraháskóla Íslands síðdegis á laugardag og var dagskráin fjölbreytt. Sungnar voru Vísur Íslendinga og fjögur ungmenni úr ættinni lásu ljóð eftir Jónas. Páll Valsson íslenskufræðingur flutti einnig erindi um þjóðskáldið og voru sýndar myndir af afkomendum Rannveigar og Þorsteins í þrjá ættliði.

Innfellda ljósmyndin er af systur Jónasar, Rannveigu Hallgrímsdóttur (1802-1874), og var tekin árið 1872. Ekki eru til ljósmyndir af hinum systkinunum.

Rannveig bjó ásamt manni sínum á Steinsstöðum, þar sem Jónas átti sér oft athvarf á milli ferða sinna. Rannveig er talin hafa verið skáldmælt, þótt aðeins hafi varðveist eftir hana nokkrar vísur. Hún var einnig tónelsk og vitað er til að langspil hafi verið til á heimilinu, sem heimilismenn lærðu á, auk þess sem mikið var sungið.

Steinsstaðir voru í þjóðbraut og var mikið um að gestir gistu á bænum á ferðum sínum. Rannveig hefur því séð um umsvifamikið heimili.


Til fróðleiks
  • Jónas Hallgrímsson og stjörnufræðin
  • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
  • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
  • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
  • Enn finnast bréf Jónasar
  • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
  • Jarðeldasaga Íslands
  • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn