Fylgstu með okkur á Facebook

Möðruvallasteinhús

(í byggingu)
 • Vík hér að, vinur,
 • sem á vegi fer
 • og hygg á haglegt smíði,
 • þannig verður góðum
 • góðu bætt
 • vel umborið böl.
 •  
 • Gleymdar ro rústir
 • er ruku fyrr,
 • öllum sorgleg sjón,
 • þars við fjallbrún
 • ið fagurgjörva
 • mælir sig mannvirki.
 •  
 • Stattu steinhús,
 • stólpa heilli!
 • Þökk sé þeim er vel að vinnur!
 • Stattu vel steinhús,
 • og standi vel
 • gæfa þíns góða herra!
 •  
 • Hvur er sjón
 • er eg sjá þykjumst?
 • Manat engill
 • ofan farinn
 • grandi burt frá
 • garði snúa?
Samið árið 1828.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn