Fylgstu með okkur á Facebook

Næturkyrrð

(Heinrich Heine)
 • Ganga gullfætt
 • um götur bláar
 • og læðast léttfætt
 • ljósin uppsala;
 • varast smástjörnur
 • að vekja sofandi
 • foldina fögru
 • faðmi nætur í.
 •  
 • Hlustar hinn dimmi
 • Dalaskógur,
 • öll eru blöð hans
 • eyru grænlituð;
 • sefur nú Selfjall
 • og svarta teygir
 • skuggafingur
 • af skeiðum fram.
 •  
 • Hvað er það eg heyri?
 • hljómur ástfagur
 • og blíðmælt bergmál
 • í brjósti mínu;
 • eru það orð
 • unnustu minnar
 • eður sælla
 • söngfugla kvak?
Þýtt árið 1843.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Fjölnir 6. ár, 1843.
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn