Fylgstu með okkur á Facebook
Laugardaginn 17. nóvember, 2007 - Innlendar fréttir

„Nettur gæi“

 

Jónas Hallgrímsson
Jónas Hallgrímsson
Góður kall með hlýtt hjarta og falleg naglabönd,“ sagði sextán ára stúlka þegar hún var spurð hvernig náungi Jónas Hallgrímsson hefði verið.

Góður kall með hlýtt hjarta og falleg naglabönd,“ sagði sextán ára stúlka þegar hún var spurð hvernig náungi Jónas Hallgrímsson hefði verið.

Spurningin var liður í óformlegri könnun sem Lesbók Morgunblaðsins gerði á þekkingu menntaskólanema á Jónasi. Annar nemandi sagði að skáldið hefði verið „nettur gæi“ en meðal annarra umsagna voru að hann hefði verið rólega týpan, menntamaður mikill, stjórnmálamaður, bóndi, eiginmaður, fátækur, sérvitur og húmoristi.

Í könnuninni svöruðu 99 af 172 nemendum því rétt hvenær Jónas hefði verið uppi. Aðeins 52 nemendur gátu nefnt ljóð eftir skáldið eða rúm 30% en í svipaðri könnun árið 1992 var hlutfallið rúm 58%. Nánast allir nemendurnir voru sammála um að Jónas hefði verið gott skáld og einn kallaði hann Mozart íslenskrar ljóðagerðar.

Til fróðleiks
  • Jónas Hallgrímsson og stjörnufræðin
  • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
  • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
  • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
  • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
  • Enn finnast bréf Jónasar
  • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
  • Jarðeldasaga Íslands
  • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn