Fylgstu með okkur á Facebook

Ó, þú jörð

 • Ó, þú jörð, sem er
 • yndi þúsunda,
 • blessuð jörð sem ber
 • blómstafi grunda,
 • sárt er að þú sekkur undir mér.
 •  
 • Hef eg mig frá þér hér
 • og hníg til þín aftur,
 • mold sem mannsins er
 • magngjafi skaptur;
 • sárt er að þú sekkur undir mér.
Samið árið 1844.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastsofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Einnig prentað í: Ljóðmæli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson. Gefin út af Hinu íslenzka bókmenntafjelagi. Khöfn 1883.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn