Fylgstu með okkur á Facebook

Öllum fyrir Ingólfur sér opinn geiminn

 • Öllum fyrir Ingólfur sér opinn geiminn
 • þegar teiknin taka heima
 • tvíræð yfir landið sveima.
 •  
 • Robb og Grímur rogast nú með rauða hettu.
 • Engill verndar, allra gættu
 • ólærðra í nýrri hættu.
 •  
 • Robbur gamall rauna fer að rétta helsi,
 • yngra teiknið Grímur í galsa
 • guð og menn er nú að falsa.
 •  
 • Ídeuna eða hvað hún annars heitir
 • svo fjárinn sig ei fyrirliti
 • fundu þeir í hvurju riti.
 •  
 • Þegar skröggur skeggið helga skekur á bringu,
 • skegglaus enn og skatnar þinga,
 • skapar hann heillir Íslendinga.
 •  
 • Tímarímuteiknin standa tvö í vindum,
 • sitt yfir hvurju líða landi,
 • lafa samt á einu bandi.
 •  
 • Annað þeirra áðan heyrðum eitthvað grenja:
 • Botsje, Zara, blessaður grannie,
 • beljaði annað: Rule Britannie.
 •  
 • Meistarar tveir á mesta lofið manna stunda,
 • annar vegur vit í höndum,
 • vörur hinn á reisluböndum.
Samið á árunum 1844-1845.
Eiginhandarrit sem er fyrirsagnarlaust er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira). Rvík 1929. [Heildarútgáfa á verkum Jónasar í umsjón Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar í 5 bindum sem kom út í Rvík á árunum 1929-37].
[Fyrirsögn: „Robb og rímur“].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn