Fylgstu með okkur á Facebook
Annes og eyjar:
(Með mottó: „hann er farinn að laga sig eftir Heine“)

Ólafsvíkurenni

 • Riðum við fram um flæði
 • flúðar á milli’ og gráðs,
 • fyrir Ólafsvíkurenni,
 • utan við kjálka láðs.
 •  
 • Fjörðurinn bjartur og breiður
 • blikar á aðra hlið,
 • tólf vikur fullar að tölu,
 • tvær álnir hina við.
 •  
 • Hvurt á nú heldur að halda
 • í hamarinn svartan inn,
 • ellegar út betur til þín?
 • Eggert, kunningi minn!
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn