Fylgstu með okkur á Facebook

Ólund 2 og ólund 3 og 15 eru nú

 • Svarblá alda sogar mig,
 • samt er eg enn á floti,
 • skrúðafaldi skreytir sig,
 • skyldi ég aldrei kyssa þig?
 •  
 • Gott er að búa geddum hjá,
 • gleymir lúa nárinn,
 • heimi frúa horfnum frá
 • að honum snúa sílin blá.
 •  
 • Einhvur kindin óþekkt mér
 • að sér vinda mundi;
 • þær eru’ að synda þar og hér,
 • það er yndi Cuvier!
Samið árið 1844.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira). Rvík 1929. [Heildarútgáfa á verkum Jónasar í umsjón Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar í 5 bindum sem kom út í Rvík á árunum 1929-37].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn