Fylgstu með okkur á Facebook

Óskaráð

(Vinnukona kvartaði um að hún fengi ekki þjónustukaup)
 • Ég skal kenna þér að þjóna
 • þrælnum fyrir ekki neitt;
 • settu fyrst upp svarta skóna,
 • svo hann fari’ á þá að góna,
 • gerðu’ honum síðan helið heitt.
 •  
 • Ef hann mykist ei á þessu,
 • eins og stundum verða kann,
 • farðu þá sem fyrst til messu,
 • færðu þig í „bombasessu“-
 • kjólinn þinn, og kveddu hann.
 •  
 • En ef færðu ekki taman
 • annað hann við ráðið þitt,
 • þvoðu þér þá fyrst í framan,
 • farðu svo úr öllu saman –
 • það mun heppnast, hróið mitt!
Samið á árunum 1844-1845.
Eiginhandarrit er varðveitt á Landsbókasafni (ÍB 13 fol. Handritasafn Bókmenntafélagsins).
Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira). Rvík 1929. [Heildarútgáfa á verkum Jónasar í umsjón Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar í 5 bindum sem kom út í Rvík á árunum 1929-37].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn