Fylgstu með okkur á Facebook

Seg oss lengur sögu

 • R:
 • Seg oss lengur sögu,
 • sælt er á að hlýða
 • þrautafarir þínar,
 • þrekverk öll að vita,
 • meðan sólin sígur
 • sæl í djúpar unnir
 • og á heiðum himni
 • hvítur lýsir máni.
 •  
 • Á:
 • Skemmtir það litlu lambi
 • líti það varga bítast?
 •  
 • R:
 • Ojú, Ásmundur,
 • ef það stendur
 • óhult innan garðs.
 • Óhultur nú
 • héðan af ertu,
 • því héstu mér
 • aldrei að velkjast
 • í víkingu framar.
Samið árið 1844.
Eiginhandarrit sem er fyrirsagnarlaust er varðveitt á Landsbóksafni (ÍB 13 fol. Handritasafn Bókmenntafélagsins).
Frumprentun í: Ljóðmæli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson. Gefin út af Hinu íslenzka bókmenntafjelagi. Khöfn 1883. [Ritnefnd skipuðu Björn Jensson, Jón Sveinsson, Konráð Gíslason, Sigurður Jónasson, en aðalumsjónarmaður var Hannes Hafstein og skrifar hann um Jónas í formála.]
Einnig prentað í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira). Rvík 1929. [Heildarútgáfa á verkum Jónasar í umsjón Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar í 5 bindum sem kom út í Rvík á árunum 1929-37].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn