Fylgstu með okkur á Facebook

Skrælingjagrátur

 • Ein sorgleg vísa út af alþingi
 • samansett
 • af
 • Ívari Bárðsyni,
 • Viðeyjarklaustri.
 • Þrykkt seinast af öllu, þegar bókþrykkiríið
 • niðurlagðist.
 •  
 • Naha, naha!
 • Báglega tókst með alþing enn,
 • naha, naha, naha!
 • það eru tómir dauðir menn.
 • Naha, naha, nah!
 •  
 • Það sést ekki á þeim hams né hold,
 • naha, naha, naha!
 • og vitin eru svo full af mold;
 • naha, naha, nah!
 •  
 • Og ekkert þinghús eiga þeir,
 • naha, naha, naha!
 • og sitja á hrosshaus tveir og tveir.
 • Naha, naha, nah!
 •  
 • Þeir hafa hvurki kokk né pott;
 • naha, naha, naha!
 • og smakka hvurki þurrt né vott;
 • naha, naha, nah!
 •  
 • Og hvurgi fá þeir kaffibaun,
 • naha, naha, naha!
 • og eru svangir og blása í kaun;
 • naha, naha, nah!
 •  
 • Og bragða hvurki brauð né salt,
 • naha, naha, naha!
 • og þegja allir og er svo kalt;
 • naha, naha, nah!
 •  
 • Þeir deyja aftur úr kulda og kröm!
 • naha, naha, naha!
 • og holtið er grátt og kvölin söm.
 • Naha, naha, nah!
Samið árið 1843.
Þrjú eiginhandarrit til. Hið fyrsta er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II). Annað er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (31 b V). Hið þriðja er varðveitt á Landsbókasafni í handritasafni Jóns Sigurðssonar (JS 129 fol.).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn