Fylgstu með okkur á Facebook

Söknuður

 • Man eg þig, mey!
 • er hin mæra sól
 • hátt í heiði blikar;
 • man eg þig, er máni
 • að mararskauti
 • sígur silfurblár.
 •  
 • Heyri’ eg himinblæ
 • heiti þitt
 • anda ástarrómi;
 • fjallbuna þylur
 • hið fagra nafn
 • glöð í grænum rinda.
 •  
 • Lít eg það margt
 • er þér líkjast vill
 • guðs í góðum heimi:
 • brosi dagroða,
 • blástjörnur augum,
 • liljur ljósri hendi.
 •  
 • Hví hafa örlög
 • okkar beggja
 • skeiði þannig skipt?
 • hví var mér ei leyft
 • lífi mínu
 • öllu með þér una?
 •  
 • Löngum mun eg,
 • fyrr hin ljósa mynd
 • mér úr minni líði,
 • á þá götu,
 • er þú ganga hlýtur,
 • sorgaraugum sjá.
 •  
 • Sólbjartar meyjar
 • er eg síðan leit,
 • allar á þig minna;
 • því geng eg einn
 • og óstuddur
 • að þeim dimmu dyrum.
 •  
 • Styð eg mig að steini,
 • stirðnar tunga,
 • blaktir önd í brjósti;
 • hnigið er heimsljós,
 • himinstjörnur tindra –
 • eina þreyi’ eg þig.
Samið á árunum 1829-1832.
Eiginhandarrit [fyrirsagnarlaust] er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I).
Frumprentun í: Fjölnir 6. ár, 1843. [Fyrirsögn: Söknuður].
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Samkvæmt frumprentun í Fjölni].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn