Fylgstu með okkur á Facebook

Afmælisvísur til Brynjólfs Péturssonar

 • Við sem annars lesum lögin
 • og lítil höfum vængjaslögin
 • opna gerum hróðrar hauginn,
 • herjans uglan sat þar á.
 • Fagurt galaði fuglinn sá.
 • Síðan kvæða sendum drauginn,
 • séra Péturs kundi.
 • Listamaðurinn lengi sér þar undi.
 •  
 • Sá hann eitt sinn sitja’ á ljóra,
 • svo sem gerði bólan stóra,
 • ofurlítinn nöldurs nóra,
 • sem naktar voru klærnar á.
 • Fagurt galaði fuglinn sá.
 • Hann hugðist gera gys að móra,
 • en greip í skott á hundi.
 • Listamaðurinn lengi sér þar undi.
 •  
 • Fýsi þig að frétta meira,
 • freilich kann eg segja fleira:
 • upp í háum hamrageira
 • honum skruppu tærnar frá.
 • Fagurt galaði fuglinn sá.
 • Hann hékk þar svona’ á hægra eyra,
 • hvergi frá eg hann stundi.
 • Listamaðurinn lengi sér þar undi.

Vísurnar voru prentaðar í: Sunnanfari IV (1895, 60) og líka prentaðar í: Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson hafa séð um útgáfuna. Rvík 1913.

Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn