Fylgstu með okkur á Facebook

Benedikt Scheving skæður

 • Benedikt Scheving skæður,
 • við skötuhryggjaglæður
 • á kakalón klakinn út
 • úr eitruðu hanaeggi;
 • ekki’ er furða þó leggi
 • lykt af þér eins og lút.

Magnús, vinur! legg og lið

 • Magnús, vinur! legg og lið
 • leggjum saman bæði.
 • Þú ert linur, fær þó frið
 • fyrir þolinmæði.

Skeifi skollafótur

 • Skeifi skollafótur!
 • skankalangi Búi!
 • leiði leppaþór!
 • æði augnaljótur,
 • engi bið eg þér trúi,
 • kauði kampastór!
 • Þrumar þú í hanabjálkahreysi,
 • hræsvelgur um teglda fjöl þó geysi,
 • vappa tekur Valgerður með keisi.
 • - Vont er að sitji fleiri’ en einn á meisi.

Hjörleifs reiði ríður mér á slig

 • Hjörleifs reiði ríður mér á slig;
 • svo ég fjúki’ ei flatur út í haga,
 • fyrstu átta hvassveðursins daga
 • Öxneyingar á mig reyri sig.

Ef hann sendir englamergð

 • Ef hann sendir englamergð
 • einum móti skratta!
 • andskotinn fer fýluferð
 • og fjóra missir hatta.

Æ! hvað níðir svanna sá

 • Æ! hvað níðir svanna sá
 • Satans hattur ljótur!
 • undir honum er auðarná
 • eins og buslufótur.

Allar þessar vísur voru fyrst prentaðar í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira). Rvík 1929. [Heildarútgáfa á verkum Jónasar í umsjón Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar í 5 bindum sem kom út í Rvík á árunum 1929-37].

[Fimm fyrstu vísurnar voru með fyrirsögninni: „Skólaglettur“].

Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn