Fylgstu með okkur á Facebook

Stökur

(21. desemberm. 1844)
 • Enginn grætur Íslending
 • einan sér og dáinn,
 • þegar allt er komið í kring
 • kyssir torfa náinn.
 •  
 • Mér er þetta mátulegt,
 • mátti vel til haga,
 • hefði ég betur hana þekkt
 • sem harma ég alla daga.
 •  
 • Lifðu sæl við glaum og glys,
 • gangi þér allt í haginn;
 • í öngum mínum erlendis
 • yrki ég skemmsta daginn.
 •  
 • Sólin heim úr suðri snýr,
 • sumri lofar hlýju;
 • ó, að ég væri orðinn nýr
 • og ynni þér að nýju!
Samdar árið 1844.
Tvö eiginhandarrit eru til. Annað er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II). Hitt er varðveitt á Landsbókasafni (ÍB 13 fol. Handritasafn Bókmenntafélagsins).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn