Fylgstu með okkur á Facebook

Strandsetan

(Heinrich Heine)
 • Hvítur í lofti ljúfu
 • líður í næturblæ
 • már yfir myrku djúpi,
 • máninn er hátt yfir sæ.
 •  
 • Hákarl úr hafi lítur
 • og horfir upp að bæ,
 • már yfir miði grúfir,
 • máninn er hátt yfir sæ.
 •  
 • Sálin mín hvikula, kæra!
 • þú kvíðir sí og æ,
 • mundarnær mari þú situr,
 • máninn er hátt yfir sæ.
Þýtt árið 1843.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Fjölnir 6. ár, 1843.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn