Fylgstu með okkur á Facebook

Strit

(Heinrich Heine)
 • Sól rís sæl
 • úr svölum straumum
 • austurdjúps
 • að eyða dimmu;
 • leiðinda langverk
 • á ljósgjafi:
 • heimskan hnött
 • úr húmi slíta.
 •  
 • Er þú glöðum
 • geislum hefir
 • hálfan heim
 • himni unnið
 • og skundar skært
 • skin margauka,
 • æ og sí austræn
 • þig eltir nótt.
 •  
 • Stritar við stein
 • sterkur Sisýfus,
 • dætra Danáu
 • drýpur æ úr keri;
 • svo veltir sífellt
 • sér úr ljóma
 • sjálfri fold
 • í sorta nætur.
Þýtt árið 1845.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn