Fylgstu með okkur á Facebook

Suður fórumk um ver

 • Suður fórumk um ver,
 • en eg svarna ber
 • öflga eiðstafi
 • úr úthafi:
 • munarmyndum
 • mjög þótt yndum,
 • heimrof mig finni
 • hjá Huldu minni.
 •  
 • Þar er barmi blíður
 • og blómafríður
 • runnur í reit
 • er eg rökkri sleit;
 • dalur, sól og sær
 • og systur tvær,
 • einkamóðir
 • og ástvinir góðir.
 •  
 • Þar er búþegn bestur,
 • bóndi og prestur,
 • til þess tel eg vottinn –
 • trúir enn á drottin
 • og á sjálfan sig
 • svo sem ég á mig,
 • þar er líf í landi
 • og ljóshæfur andi.
Eiginhandarrit sem er fyrirsagnarlaust er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Brot“].
Einnig prentað í: Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson hafa séð um útgáfuna. Rvík 1913. [Fyrirsögn: „Heima“].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn