Fylgstu með okkur á Facebook

Suðursveit er þó betri

 • Suðursveit er þó betri
 • en Seltjarnarnesið var;
 • taðan er töluvert meiri
 • og tunglið er rétt eins og þar.
 •  
 • Hitinn úr hófi keyrir,
 • en honum uni ég þó;
 • börnin hér bograst í skuggann
 • og blaðra sem hvolpar í mó.
 •  
 • Og bæjardyraburstin
 • ber um hvað margt sé féð –
 • sex þúsund sauðarleggi
 • er Sigfús minn búinn með.
Eiginhandarrit sem er fyrirsagnarlaust er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Suðursveit“].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn