Fylgstu með okkur á Facebook

Svo rís um aldir árið hvurt um sig

 • Svo rís um aldir árið hvurt um sig,
 • eilífðar lítið blóm í skini hreinu.
 • Mér er það svo sem ekki neitt í neinu,
 • því tíminn vill ei tengja sig við mig.
 •  
 • Eitt á eg samt, og annast vil eg þig,
 • hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu,
 • er himin sér, og unir lágri jörðu,
 • og þykir ekki þokan voðalig.
 •  
 • Ég man þeir segja: hart á móti hörðu,
 • en heldur vil eg kenna til og lifa,
 • og þótt að nokkurt andstreymi ég bíði,
 •  
 • en liggja eins og leggur upp í vörðu,
 • sem lestastrákar taka þar og skrifa
 • og fylla, svo hann finnur ei – af níði.
Samið árið 1845.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Brot“].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn