Fylgstu með okkur á Facebook

Undir annars nafni

 • Hví und úfnum
 • öldubakka
 • sjónir indælar
 • seinkar þú að fela,
 • blíða ljós,
 • að bylgjuskauti
 • hnigið hæðum frá!
 •  
 • Hve máttu augum
 • eymdafjöld
 • láðbyggjenda líta?
 • Margir ro menn,
 • þó er mæða fleiri
 • hvurs und brjósti byrgð.
 •  
 • En þú brosir
 • og burtu snýr
 • nýt á niðurvegu,
 • sól sorgfría!
 • Sofnir ro laukar
 • þeirs lifðu ljós þitt við.
 •  
 • Austur sér eg fljúga
 • að Esjutindi
 • hrafn af húsmæni,
 • hvar um gráföl ský
 • golu rekin
 • hefjast himni mót.
 •  
 • Bíddu, austankul!
 • Andvörp mín
 • máattu of bylgju bera
 • til innar ungu
 • athvarfslausu
 • sem mitt hjarta hlaut.
 •  
 • Hví svo, hugarsteinn,
 • hulinskvíða
 • svella sútir þér?
 • Máttkan engil
 • sá inn mikli faðir
 • veikum að vörn léði.
Samið á árunum 1826-1828.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn