Fylgstu með okkur á Facebook

Uppi stóð Kain

(Frederik Paludan-Müller)
 • Uppi stóð Kain
 • og á hlýddi
 • grama guðs dóma,
 • glataður, rekinn,
 • útskúfaður einn
 • öllum í heimi,
 • skalf hann og skarst hann
 • og skyggndist um,
 • og á frám fótum
 • flótta sinn hóf.
 •  
 • En á græna
 • grundar hvílu
 • bleikur bróðir
 • var í blóð hniginn,
 • Abel að annast
 • ástúðleg kom
 • móðir mannssona
 • mjúkhent sjúkan.
 •  
 • Álengdar hún sá
 • að upp lyfti
 • hjartkærstum syni
 • hennar í móti
 • heiftarhönd
 • hárri bróðir;
 • að kom þar Eva
 • er hann öndu sleit.
 •  
 • Farið er fjörvi,
 • fagur titrar
 • ungur ástarson,
 • andar þungan;
 • rennur rautt blóð
 • úr rofnum vanga,
 • lokki ljósgulum
 • lit festir á.
Þýtt á árunum 1844-1845.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn