Fylgstu með okkur á Facebook

Úr leikritinu „Dauði Karls fimmta“

(Carsten Hauch)

5ti þáttur
Snemma morguns, í birtingu úti, nálægt Klöruklaustri í Valladolid.
 • Gonsalez. Alonzo.
 •  
 • Alonzo: Hvur er þar?
 • Gonsalez: Einn sem þig öngvu varðar.
 • Alonzo: Gonsalez heyri’ eg mér gegnir nú.
 • Gonsalez: Hann að vísu, en hvur ert þú?
 • Alonzo: Vinur keisarans.
 • Gonsalez: Vitum hann dauðan.
 • Alonzo: Svo er það sagt og síst er að dylja, hentleg að heimför hans er orðin.
 • Gonsalez: Ert þú hér kominn, Alonzo?
 • Alonzo: Heyrðu –
 • Gonsalez: Nú grær grund yfir gröf vors herra.
 • Alonzo: Heyrðu, Gonsalez, hún er mér sögð ekki auðfundin undir moldu.
 • Gonsalez: Ég, við skiljumst.
 • Alonzo: Ég held það með.
 • Gonsalez: Ætlan okkar er upp að vekja grafbúa dauðan get eg að sé?
 • Alonzo: Það er og mest mér í skapi.
 • Gonsalez: Full hef eg fimm hundruð fylgdarmanna einbeitt lið allt að reyna.
 • Alonzo: Þei, þei, einhvur er hér á slóðum, gætum vor, Gonsalez, göngum úr vegi.
 •  
 • (Þeir skýla sér bak við klausturmúrinn.)
 • Filippus. Carranza erkibiskup.
 •  
 • Carranza: Herra konungur!
 • hvurt má nú dirfast
 • eg að trúa
 • augum mínum,
 • svo er mér hugtítt
 • um heilsu yðra
 • að eg í auðmýkt
 • andsvars að leita,
 • dýrstur einvaldur,
 • dirfast hlýt:
 • Hvað hefir úr húsum
 • höfðingjann þjóða
 • aldrei sem áður
 • var einn á ferð –
 • hvað hefir úr húsum
 • höfðingjann góða
 • langt af leið
 • lífvarða sinna,
 • dökkum alfalinn
 • dularklæðum,
 • kallað út, svo
 • að koldimmri nótt
 • og flærðafullri
 • sér fyrir trúir!
 • Virðist, ó virðist
 • hinn vegsamlegi
 • satt mér að segja
 • það er síst eg skil.
Þýtt á árunum 1843-1844.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Frumprentun í: Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira). Rvík 1929. [Heildarútgáfa á verkum Jónasar í umsjón Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar í 5 bindum sem kom út í Rvík á árunum 1929-37].
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn