Fylgstu með okkur á Facebook

Veðurvísur:

 • Hart vor
 •  
 • Hóla bítur hörkubál,
 • hrafnar éta gorið,
 • tittlingarnir týna sál;
 • tarna’ er ljóta vorið!
 •  
 • Vornæðingur
 •  
 • Út um móinn enn er hér
 • engin gróin hola,
 • fífiltóin fölnuð er;
 • farðu’ í sjóinn, gola!
 •  
 • Sunnanvindur
 •  
 • Sunnanvindur sólu frá
 • sveipar linda skýja,
 • fannatinda, björgin blá,
 • björk og rinda ljómar á.
 •  
 • Sumarhret
 •  
 • Nú er sumar í köldu kinn
 • - kveð eg á millum vita –
 • fyrr má nú vera, faðir minn!
 • en flugurnar springi’ af hita.
 •  
 • Molla
 •  
 • Veðrið er hvurki vont né gott,
 • varla kalt og ekki heitt,
 • það er hvurki þurrt né vott,
 • það er svo sem ekki neitt.
 •  
 • Niðaþoka
 •  
 • Búðaloka úti ein
 • er að gera’ á ferðum stans,
 • úðaþoka hvergi hrein,
 • hún er úr nösum a...
Eiginhandarrit af Veðurvísum er varðveitt á Landsbókasafni (ÍB 13 fol. Handritasafn Bókmenntafélagsins).
Frumprentun í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn