Fylgstu með okkur á Facebook

Við burtför stiftamtmanns Hoppe frá Íslandi ágúst 1829

(Undir skólans nafni)
 • Þökk sé þér, vinur,
 • velgjörari,
 • skjöldur skóla vors!
 • Oss var ásjá þín
 • oftar reynd
 • en að hún oss gleymst geti.
 •  
 • Glaðir vórum,
 • og þú gladdist með –
 • vórum sjúkir ið sama,
 • þá kom hönd þín
 • hjálp að rétta
 • fremst sem góður gat.
 •  
 • Höfumat annað
 • til endurgjalds
 • þér en þakkir sýna
 • og að brúka
 • best sem vitum
 • allt er veittir vel.
 •  
 • En landsins faðir
 • sem lagði þér
 • verðug völd í skaut,
 • metur mannkosti
 • að maklegleik –
 • heiðri og hylli launar.
 •  
 • Spyrnir ey
 • við ísafjötrum;
 • sér á suðurvegu:
 • hví ertu, Fjeldsted,
 • foldar ljós
 • senn af sjónum liðinn!
 •  
 • Máa landi
 • löngum tölum
 • söknuð sárri vekja;
 • brosa vinir
 • þó und brjósti sé
 • hjarta harmi spennt.
 •  
 • Nú hefir Esja
 • aldið höfuð
 • skýjatrefli skautað,
 • byltast bólstrar
 • því á bröttum tind
 • beina byrir flug.
 •  
 • Ríður Rán
 • á reyðarbaki,
 • dökkar dætur rísa,
 • sú skal sveit
 • yfir svalan mar
 • leiða landsins vin.
 •  
 • Flokk sér eg annan
 • til fylgdar þér,
 • sér eg skærri skara:
 • það eru góðverk
 • gjörð í landi,
 • þakkir þeirra er nutu.
 •  
 • Svo hefir gömul
 • úr garði búa
 • móðir viljað mög;
 • heill far þú, Hoppe!
 • hjá oss skal
 • nafn þitt niðjum gefið.
 •  
 • Líttu mót vestri
 • yfir ljósum tind
 • Snæfells stjörnu blika;
 • það er orðstír þinn,
 • hvurs aðalskin
 • bíður betri daga.
 •  
 • Hann oss lýsir
 • meðan land byggist,
 • en ef það í sjó um sígur,
 • himinvængjað
 • man ið helga ljós
 • til hærri heima fljúga.
Eiginhandarrit er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b I).
Frumprentun í: Eimreiðin 18. árg. 1912, 2. tbl. bls. 99-100. [Aðgengilegt á Veraldarvefnum: HYPERLINK "http://www.timarit.is" www.timarit.is ].
Einnig prentað í: Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson hafa séð um útgáfuna. Rvík 1913.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn