Fylgstu með okkur á Facebook

Við jarðarför Jóns Sighvatssonar

 • Dýrðlegt er að sjá
 • eftir dag liðinn
 • haustsól brosandi
 • í hafið renna;
 • hnígur hún hóglega
 • og hauður kveður
 • friðarkossi,
 • og á fjöllum sest.
 •  
 • Stíga þá stjörnur,
 • stórmargur her,
 • alskærar upp af
 • austurstraumum,
 • blysum blikandi
 • um boga heiðan
 • salar sólheima
 • á svalri nóttu.
 •  
 • Vaka þær og vaka
 • og veraldafjöld
 • sáu og sjá munu,
 • systur álfröðuls.
 • Sofnar ei og sofnar ei,
 • þótt sígi til viðar
 • sælust dagstjarna,
 • sést hún enn að morgni.
 •  
 • Svo er um ævi
 • öldungmanna
 • sem um sumar-
 • sól fram runna;
 • hníga þeir á haustkvöldi
 • hérvistardags
 • hóglega og blíðlega
 • fyrir hafsbrún dauða.
 •  
 • Vaka þá og skína
 • á vonarhimni
 • alskærar stjörnur,
 • anda leiðtogar:
 • traust og trú
 • og tryggrar speki
 • augað ólygna,
 • og andarnir lifa!
 •  
 • Gráti því hér enginn
 • göfugan föður,
 • harmi því hér enginn
 • höfðingja liðinn;
 • fagur var hans lífsdagur,
 • en fegri er upp runninn
 • dýrðardagur hans
 • hjá drottni lifanda.
 •  
 • Það var Jón Sighvatsson,
 • sofnaði prúðmenni,
 • gekk hann til grafar
 • í góðri elli;
 • geymd verður minning
 • göfugs stórbónda
 • í blessun hjá börnum
 • búenda lands.
 •  
 • Menjar skulu merkis-
 • mannsins frábæra
 • lifa og blómgast
 • í landi voru,
 • dáðar og dugnaðar,
 • dyggðar hvers konar,
 • frægðar og frama
 • fyrirmynd hann var.
 •  
 • Stríð er starf vort
 • í stundarheimi,
 • berjumst því og búumst
 • við betri dögum.
 • Sefur ei og sefur ei
 • í sortanum grafar
 • sálin – í sælu
 • sést hún enn að morgni.
Samið árið 1841.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Skírnir, árið 1842.
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn