Fylgstu með okkur á Facebook

Víti

 • (Eldgígur vestan undir Kröflufjalli)
 •  
 • Bar mig á brenndum auri
 • breiðar um funaleiðir
 • blakkur að Vítisbakka,
 • blæs þar og nösum hvæsir.
 • Hvar mun um heiminn fara
 • halur yfir fjöll og dali
 • sá er fram kominn sjái
 • sól að verra bóli.
 •  
 • Hrollir hugur við polli
 • heitum í blárri veitu,
 • Krafla með kynjaafli
 • klauf fjall og rauf hjalla;
 • grimm eru í djúpi dimmu
 • dauðaorg, þaðan er rauðir
 • logar yfir landið bljúga
 • leiddu hraunið seydda.
Samið árið 1839.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Fjölnir 8. ár, 1845.
Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn