Kaupmannahafnarárin síðari

Feb 3, 2020

Ég ætlaði mér að yrkja


Skoða handrit

Ég ætlaði mér að yrkja
einhvern fallegan brag
en þegar til á að taka
ég tími því ekki í dag.
 
Ég verð að bera á báru
það besta sem mér er veitt
og seinast sofna ég frá því
og svo fær enginn neitt.
 
Og það er þér að kenna
sem þrái ég alla stund,
þú áttir ekki að eiga
þenna úlfgráa hund.
 
Þú áttir ekki að ginna mig
á því að segja
þú skulir muna mig aftur
þegar þú ferð að deyja.
 
Nú er þér bregst í brjósti
blóðið og slokknar fjör
þá er ég þreyttur að lifa,
á þína kem ég för.
 
En hvernig heimskir náir
með hjúp og moldarflet.
„unnast best eftir dauðann“
ég aldrei skilið get.

Extra: Ég ætlaði mér að yrkja
Til baka