Um vefinn

Halldór Blöndal, fv. forseti Alþingis og formaður nefndar menntamálaráðherra um 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar, opnaði vefinn um Jónas Hallgrímsson  þann 16. nóvember 2006 á Degi íslenskrar tungu sem haldinn er árlega á fæðingardegi Jónasar. 

Markmið vefsins er:

Vefurinn er upplýsingavefur Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns um Jónas Hallgrímsson og er unninn að tillögu nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að minnast þess að þann 16. nóvember 2007 voru 200 ár liðin frá fæðingu þjóðskáldsins.

Á vefnum er hægt að lesa kvæði og sögur Jónasar Hallgrímssonar og skoða myndir af þeim ljóðahandritum sem til eru.  Miðað er við að notendur geti séð hvar upplýsingar um Jónas Hallgrímsson er að finna og því eru á vefnum skrár um rit sem varða hann. 

Höfundur texta er Rósa Bjarnadóttir sem var ritstjóri og sá um vinnslu og hönnun upphaflega vefsins.

------------------------------------------

Frá nóvember 2019 er umsjón á vegum Guðrúnar Laufeyjar Guðmundsdóttur, sérfræðings á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni, netfang: gudrun.l.gudmundsdottir(hjá)landsbokasafn.is.

Síðast breytt í nóvember 2025