Fylgstu með okkur á Facebook

Halldór Blöndal, fv. forseti Alþingis og formaður nefndar menntamálaráðherra um 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar, opnaði vefinn um Jónas Hallgrímsson  þann 16. nóvember 2006 á Degi íslenskrar tungu sem haldinn er árlega á fæðingardegi Jónasar. 

Markmið vefsins er:

 • Að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar skálds á 200 ára afmælisári hans.
 • Að kynna verk Jónasar og gera þau aðgengileg á vefnum.
 • Að vekja athygli á vísindamanninum Jónasi Hallgrímssyni.

Vefurinn er upplýsingavefur Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns um Jónas Hallgrímsson og er unninn að tillögu nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að minnast þess að þann 16. nóvember 2007 verða 200 ár liðin frá fæðingu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar.

Á vefnum er hægt að lesa kvæði og sögur Jónasar Hallgrímssonar og skoða myndir af þeim ljóðahandritum sem til eru.  Miðað er við að notendur geti séð hvar upplýsingar um Jónas Hallgrímsson er að finna og því eru á vefnum skrár um rit sem varða hann. Vefurinn var opnaður þann 16. nóvember 2006 og var í þróun á afmælisárinu þ.e. til 16. nóvember 2007.

------------------------------------------
Vefurinn var unninn í vefumsjónarkerfinu SoloWeb.
Tæknivinna: Ólafur Pétursson og Hörður Þórðarson hjá Lausn hugbúnaði ehf.
Útlitshönnun: Borgar H. Árnason og Hany Hadaya hjá H2 hönnun.
Myndataka af handritum: Helgi Bragason ljósmyndari Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Jón Júlíusson leikari veitti góðfúslegt leyfi fyrir upplestri sínum á kvæðum Jónasar.
Starfsfólki Stofnunar Árna Magnússonar og Þjóðminjasafns Íslands eru færðar þakkir fyrir veittan aðgang að handritum sem þar eru varðveitt.

Upphafleg ritstjórn, efnisöflun, efnisvinnsla og hönnun vefsins:
Rósa Bjarnadóttir, netfang: rosabjarna(hjá)landsbokasafn.is  

Frá september 2007 er umsjón á vegum upplýsingaþjónustu Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, netfang: upplys(hjá)landsbokasafn.is

Síðast breytt í ágúst 2017


Til fróðleiks
 • Áhersla á nýyrði á degi íslenskrar tungu 2018
 • Nýyrðasmíð Jónasar í Orðbragði
 • Vísubotn 2018 - vísnasamkeppni grunnskólanema
 • Grein um steinasöfn Jónasar í Náttúrufræðingnum
 • Enn finnast bréf Jónasar
 • Raddir íslenskunnar 2017 - örmyndbönd
 • Jarðeldasaga Íslands
 • Nýr fánadagur - Dagur íslenskrar tungu
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn